Það var ekki nærri því eins erfitt og ég hafði ætlað að byrja á ný í skólanum. Ég ljómaði allur á miðvikudaginn og í gær, sumardaginn fyrsta, gekk ég á Esjuna ásamt tveimur gaurum. Ég stakk þá af miðja leið í snjólínu (sem sagt þegar fjórðungur leiðarinnar var að baki). Bjarni Gaukur hafði sagt okkur að fara ekki upp fyrir snólínu en að sjálfsögðu óhlíðnaðist ég og gekk alla leið á tindinn. Síðasti spölurinn var svolítið erfiður (pínulítið ógnvekjandi) þar til ég fann keðjuna sem hægt er að styðja sig við síðustu Þar ráfað ég um í snjóauðn og dauðaþögn. Eina lífið sem þarna mátti greina voru deyjandi flugur.

Ég gekk yfir auðnina þar til ég sá yfir fjallið niður í dal ég át epli og ákvað að ganga niður dalinn. Þar sem ég var voru miklar snjóhengjur sem ég þorði ekki að reyna við, svo ég gekk yfir á næsta tind þar sem ég fann þolanlegri slóð niður. Það var solítið spennandi að fikra sig niður fyrstu 20 metrana í ísingunni.

Á leiðinni upp hafði ég séð að minnsta kosti eina rjúpu. Á leiðinni niður sá ég að minnsta kosti þrjár. Ég skil ekki menn sem fá eitthvað karlmennskukikk útúr því að plaffa á þennan sakleysingja sem aulast fyrir lappirnar á manni ropar framan í mann og flígur burt með álíka gný og tveggja skrúfu þyrilvængja.

Ég gekk út dal aftan við Esjuna þar til ég kom að þjóðbraut 1 og krækti í far heim.

Gangan tók um það bil 4 tíma.

Myndina tók Lalli sjúkraliði á einni af göngum þeirra félaga mörgum árum síðar

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago