Allt efni

Að læra að 2+2=4 en segja svo 2+2=5 á prófinu

Landsvirkjun hlýtur að fá falleinkun, annað hvort í siðferði eða hlustun. Hún hefur nýlokið við að verðlauna nokkra krakka fyrir verkefni um orkumál- og umhverfismál með því að leyfa þeim að horfa á forseta lýðveldisins kúka á sig í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar. Landsvirkjun virðist hafa gætt hlutleysis þegar hún valdi verkefnin og má virða hana fyrir það. Hitt er annað mál að annað hvort hafa aðstandendur kepninnar og framkvæmdarinnar (þar með talið forsetinn) ekki lesið verkefnin eða þá hitt (sem mér þykir nú ívið líklegra) að þeim standi nákvæmlega á sama og hafi tekið þá meðvituðu ákvörðun að gefa lífríki jarðar fingurinn (nú eða byssustinginn, svo við notum meira viðeigandi líkingu).

Hér birti ég verkefni Guðrúnar Ólafsdóttur og Sindra Snæs Einarssonar. Þau kepptu í eldri flokknum og þótt einstaka galla megi finna á verkefninu er það afar vel unnið. Ég vek sérstaka athyggli á skrifum þeirra um Kárahnjúkavirkjun.

***

Nemendaverkefnin sem Haukur nefnir eru ekki lengur aðgengileg á netinu en börnin voru síðar látin leggja hornstein að Fljótsdalsvirkjun. Sjá bls 44-45 )

Myndin er af vef Saving Iceland

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Do I?

3 ár ago

Þremur árum síðar

Í dag eru liðin 3 ár síðan ég varð að leggja bílnum mínum vegna þess…

3 ár ago

Ávarp Steinunnar á Austurvelli 9. júní 2019

Haukurþú sem ert okkur týndur.Er rökrétt að tala um þig, hér á þessum stað, í…

3 ár ago

Dáinn, ekki grafinn, en gleymdur?

Nú á laugardag, þann 6. mars, verða liðin 3 ár frá því að við fengum…

3 ár ago

Balkan Bandið – janúar 2015

Haukur fór í tónlistarnám á fullorðinsaldri, lærði á þverflautu og spilaði með skólahljómsveit. Þetta myndband…

3 ár ago

Um Skugga ástarinnar

Einar Steinn Valgarðsson skrifar Dengbêjinn. Há, tregafull rödd. Hæg. Hljómþýð. Orð bindast orðum. Orðaflóð. Eða…

3 ár ago