Fréttastofa RÚVsins okkar allra hefur ekki farið varhluta af þessari sýkingu, og leikur grunur á að þar hafi veiran jafnvel smitast með hugsanaflutningi. Svo rammt kveður að sýkinni þar að jafnvel eru sagðar fréttir af stórmerkilegum klukkum sem sýni ótrúlega nákvæman réttan tíma, allt upp í tvisvar á sólarhring. Ein frétt af því tagi birtist til dæmis í gær:
Spálíkan Háskólans virðist hafa náð ótrúlegri nákvæmni hvað varðar heildarfjölda smita hér á landi. Þann 2. apríl var því spáð að alls myndu átján hundruð smitast. … Nú hafa alls 1.799 greinst með sjúkdóminn.
Heillaðri af hinum undursamlega flautuleik láðist fréttakonunni að horfa á klukkuna nógu lengi til að sjá að hún var á fleygiferð fram og tilbaka. Fjórum dögum eftir þessa nákvæmu spá var nefnilega allt í einu spáð að 2.100 myndu smitast, og tíu dögum áður var spáin 2.500. Tæpum tveim vikum eftir „nákvæmu“ spána var spáin svo lækkuð niður í 1.700 (en daginn áður voru greind smit orðin um 1.720).
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…
Myndin er á bls. 73 í Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010 Síðustu vikur hafa opnast…