Allt efni

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65% kjörinna og karlarnir 35%. Sex af átta oddvitum flokka sem náðu inn eru konur, eða 75%.

Hefðu sömu reglur gilt um þessar kosningar og giltu um kosninguna til Stjórnlagaþings haustið 2010, það er að segja að meðal kjörinna skyldu vera að minnsta kosti 40% af hvoru kyni, þá hefði þurft að henda út tveim af þeim konum sem kjörnar voru, og setja í staðinn inn tvo karla með minna fylgi en umræddar konur.

Væri það ásættanlegt í lýðræðisríki að vilji kjósenda væri þannig fótum troðinn?

Væri það í lagi að manneskju væri hent úr borgarstjórn af því að hún væri með ranga tegund af kynfærum?

Deildu færslunni

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

54 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

54 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

54 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

54 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

54 ár ago

Hversu algeng er kynferðisleg áreitni á vinnustöðum?

Myndin er á bls. 73 í Könnun á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala 2010  Síðustu vikur hafa opnast…

54 ár ago