Categories: Allt efniFjölmiðlar

Jóhanna Vigdís og systir hennar

Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi var fjallað um lekamálið í innanríkisráðuneytinu.  Fréttin var kynnt með þessum orðum í upphafi fréttatímans, nokkurn veginn eins og ætla mætti að ráðherrann Hanna Birna hefði sjálf samið innganginn:

„Innanríkisráðherrann grunar að umræða um meintan leka á persónuupplýsingum snúist ekki um hælisleitandann heldur um eitthvað allt annað, eins og að koma höggi á hana sjálfa.  Hart var sótt að ráðherra á Alþingi í dag.“
Kynningin fjallar sem sagt ekki um það sem málið snýst um, meintan alvarlegan leka úr ráðuneytinu, heldur bara um skoðun ráðherra á hvötum þeirra sem vilja fá svör við þeim áleitnu spurningum sem ráðherrann hefur komið sér hjá að svara hreinskilnislega.
Það er þó annað sem er ekki síður athyglisvert við þessa frétt.  Ráðuneytisstjórinn í innanríkisráðuneytinu ber, ásamt ráðherra, höfuðábyrgð á starfi ráðuneytisins, og hefur að sjálfsögðu haft mikil afskipti af þessu máli.  Ráðuneytisstjórinn er Ragnhildur Hjaltadóttir.  Hún er systir Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur, fréttamanns á RÚV, sem skrifaði fréttina.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago