Því hefur verið haldið fram síðustu daga að öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fái meirihluta á þingi sé að kjósa Samfylkinguna eða VG, frekar en Dögun eða Lýðræðisvaktina (LV).  Þetta er rangt.

Samanlagt fylgi Dögunar og LV mælist nú 6,5%.  (Vera má að þessar kannanir sýni ranga mynd, en það er á þessari forsendu sem ofangreind staðhæfing byggir.)  Ef allt þetta fylgi færðist yfir á VG og S, þá er trúlegast að það myndi auka samanlagðan þingstyrk þeirra um fjögur sæti.
Ef hins vegar VG og S sæju af þeim 3,5% sem þarf til að bæði Dögun og LV kæmust upp í 5% myndu síðarnefndu framboðin fá samtals sex þingsæti, og þessi 3,5% myndu trúlegast kosta VG og S bara tvö sæti. „Nettógróði“ andstæðinga B+D-stjórnar yrði þannig fjögur þingsæti.
Það verður að teljast afar ólíklegt að Dögun og LV fari niður fyrir samtals 4%, jafnvel þótt margir ákveði á síðustu stundu að kjósa „taktískt“.  Þar er því varla um að ræða að VG og S geti bætt við sig nema í mesta lagi einu eða tveimur sætum.  Fyrir þá sem velta fyrir sér að kjósa taktíst, til að koma í veg fyrir meirihluta B og D, og velja á milli VG-S annars vegar og LV-Dögunar hins vegar, ætti niðurstaðan að vera nokkuð ljós:  Öruggasta leiðin er sú að kjósa LV eða Dögun; það er líklegra til að minnka þingstyrk B og D en að kjósa VG eða Samfylkinguna.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago