Steingrímur J. og stóriðja á Bakka

Þegar Steingrímur J. Sigfússon ákvað að flytja sig úr stóli fjármálaráðherra yfir í atvinnuvegaráðuneytið útskýrðu það sumir með því að hann væri orðinn lúinn á álaginu sem fylgdi því að vera fjármálaráðherra á erfiðum tímum.

Getur verið að skýringin sé önnur?  Að Steingrímur hafi farið í atvinnuvegaráðuneytið til að passa upp á að staðið yrði „rétt“ að þeim milljarða stuðningi ríkisins við stóriðjuver á Bakka við Húsavík sem felst í ýmiss konar ívilnunum til þess?   Það væri ekki í fyrsta skipti sem atkvæði í komandi kosningum eru keypt dýru verði, á kostnað skattgreiðenda.

Og, verður þessi milljarða ríkisstyrkur til stórkapítalistanna sem vilja byggja á Bakka, með tilheyrandi virkjunum og náttúruspjöllum sem þeim fylgja, svanasöngur „Vinstri Grænna“ í þessari fyrstu ríkisstjórn sem flokkurinn situr í?  Verður svo fjallað um þessa snilld í Kastljósi eftir tíu ár, eins og stóriðjuverin sem nú eru þar til umræðu?

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago