Categories: Allt efni

Hverjir eru svikararnir?

Margt innanbúðarfólk í Samfylkingunni sem reynt hefur að verja fótaskot formannsins síðustu sólarhringa hefur haldið fram að það sé einfaldlega ekki meirihluti fyrir því á þingi að samþykkja nýja stjórnarskrá.  Karl Th. Birgisson sem gjarnan tjáir sig um slík mál eins og hann viti meira en almennt er þekkt (en tilheyrir þeim málefnalega veikburða hópi á Eyjunni sem ekki leyfir athugasemdir við blogg sín) gengur skrefi lengra, og heldur fram að ekki einu sinni væri meirihluti fyrir því að stöðva það málþóf sem ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokks (og sumir Framsóknarþingmenn) myndu beita ef þeir vissu að það kæmi í veg fyrir framgöngu málsins.

Ef Karl (og fleira fólk innan Samfylkingarinnar) veit um stjórnarliða sem myndu greiða atkvæði gegn nýrri stjórnarskrá, þótt flokkar þeirra stæðu að öðru leyti saman í málinu, af hverju eru þessir svikarar ekki afhjúpaðir?
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago