Niðurstöður sýna að fleiri karlmenn en konur sækja sundlaugar eða 54%.
Þar sem augljós kynbundinn munur er á aðsókn er brýnt að skoða hvort eitthvað í þjónustu, aðstöðu eða ímynd sundlauga hafi áhrif á mismunandi aðsókn kynja. Að tillögu hópsins gæti verið gagnlegt að gera eigindlega og megindlega rannsókn á viðhorfi gesta til þessara þátta.
Konur voru í miklum meirihluta þeirra sem nýttu sér almenna ráðgjöf við innflytjendur. Ástæður að baki kynjamunar á notkun teljast málefnalegar og ekki telst þörf á að grípa til sérstakra aðgerða. Kynjamunur í notkun á almennri ráðgjöf á ensku til innflytjenda reyndist verulegur. Ástæðurnar teljast að hluta til málefnalegar enda leita margar konur til ráðgjafa vegna ofbeldis á heimili. Hins vegar gæti menningarlegur bakgrunnur hindrað suma karlmenn í að nýta sér þjónustuna og gæti því verið kostur að geta einnig ráðið karlkyns ráðgjafa.
Verkefnið fólst í því að rannsaka – með hliðsjón af kyni umsækjenda — allar umsóknir um styrki sem sótt var um til Menningar- og ferðamálaráðs 1. október ár hvert í fimm ár og styrkveitingar í kjölfar þeirra. Rannsakaðar voru styrkveitingar vegna áranna 2007-2011. Markmið verkefnisins var að kanna hvort halli á annað kynið í styrkveitingum Menningar- og ferðamálaráðs og gera tilllögur að því hvernig unnt er að jafna mun kynjanna og/eða halda jafnræði milli kynja í styrkumsóknum og styrkveitingum. Jafnréttismarkmið verkefnisins voru þau að kynin eigi að hafa jafna möguleika á styrkveitingum Menningar– og ferðamálaráðs til verkefna og starfsemi á sviði menningarmála og menningartengdrar ferðaþjónustu. Frá árinu 2007 til 2011 hefur orðið merkjanleg og stígandi aukning á hlut kvenna í styrkjaumsóknum og styrkveitingum Menningar- og ferðamálaráðs hvað varðar fjölda, heildarupphæð og meðalupphæð umsókna og heildar- og meðalupphæð úthlutunar. Á árunum 2007 til 2011 jókst:Hlutur kvenna í fjölda umsókna m.v. karla úr 49% í 55%.Heildarupphæð úthlutunar til kvenna m.v. karla úr 47% í 63%.
Fjöldi bóka sem koma út eftir karla er fleiri en kvenna. Talsvert af þeim ritum er utan þess sem kalla má meginstraumsbókmenntir sem skýrir að hluta til færri keypt eintök.
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…