Vera má að ég hafi misskilið eitthvað í íslensku réttarfari og stjórnsýslu, og vona að einhver leíðrétti mig þá, en svona sýnist mér þetta líta út:

Ríkisstofnunum ber að afhenda Ríkisendurskoðun gögn sem síðarnefnda stofnunin biður um til að geta sinnt hlutverki sínu.  Þetta stendur nefnilega í lögum um Ríkisendurskoðun:

7. gr. Ríkisendurskoðun getur krafist reikningsskila af stofnunum, samtökum, sjóðum og öðrum aðilum sem fá fé eða ábyrgðir frá ríkinu og ber þeim þá skylda til að afhenda Ríkisendurskoðun umbeðin gögn.

Ríkislögreglustjóri neitar að afhenda gögn sem Ríkisendurskoðun hefur beðið um.

Þótt Ríkisendurskoðandi sjálfur gæti hugsanlega verið vanhæfur til að fjalla um viðkomandi mál þýðir það ekki að Ríkisendurskoðun sé vanhæf, og  útilokað virðist að það geti spillt málinu að Ríkisendurskoðandi fái að sjá umrædd gögn, jafnvel þótt hann yrði úrskurðaður vanhæfur til að fjalla um málið sjálfur.

Ríkislögreglustjóri er því að brjóta lög með því að neita að afhenda gögnin.

Ríkislögreglustjóra sem brýtur lög, og þrjóskast við þrátt fyrir ítrekanir, ætti að reka umsvifalaust.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago