Categories: Allt efniFjölmiðlar

Er Eyjan flokkseigendamiðill?

Eyjan birtir á hverjum degi urmul frétta.  Sumar þeirra, væntanlega þær sem þykja áhugaverðastar, lenda í „rúllunni“ efsti til vinstri, þar sem eru fjórar fréttir í einu, og svo flytjast þær yfirleitt aðeins neðar á síðuna vinstra megin, þar sem þeim er enn gert hátt undir höfði.

Um helgina voru meðal annars þessar fréttar álitnar markverðastar af ritstjórn Eyjunnar:

Kínverskum tölvuþrjótum tókst að stela 5 milljónum frá Þjóðleikhúsinu. Sendiráðið bjargaði málum

Ritdómur um Bernskubók Sigurðar Pálssonar

Og svo þessi:

Formaður LFK sagði sig úr Framsóknarflokknum og gagnrýndi forystuna á miðstjórnarfundi í dag

Þessi frétt sást hins vegar hvergi: Benedikt Sigurðar segir sig úr Samfylkingunni

Getur verið að það sé vegna þess að umrædd úrsögn er vandlega rökstudd, að forystu Samfylkingarinnar svíði undan þeim rökstuðningi og að ritstjórn Eyjunnar hafi pólitísk markmið en ekki góða blaðamennsku að leiðarljósi?

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago