Í nýlegri yfirlýsingu Ríkisendurskoðunar segir um kaup embættis Ríkislögreglustjóra á ýmsum búnaði:

Að mati Ríkisendurskoðunar fór hluti þessara viðskipta í bága við lög um opinber innkaup.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra getur verið ósammála þessu, en það er vægast sagt sérkennilegt að þetta er haft eftir ráðherra á síðu ráðuneytisins:

Ég hef sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra hafi farið að lögum í innkaupum sínum.  Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af embættinu er ómakleg og röng.

Hvað hefur verið sagt í fjölmiðlum annað en að embættið hafi að mati Ríkisendurskoðunar brotið lög, og um hvað þau mál snúast?

Hafi ráðherra einhver  rök fyrir staðhæfingum sínum ætti hann að skýra frá þeim.  Það hefði hann átt að gera strax, því það er alvarlegt mál að ráðherra dylgi um rangfærslur fjölmiðla.

Það er líka grafalvarlegt mál ef ríkislögreglustjóri fer ekki að lögum, og það er ekki nóg að ráðuneytið haldi fram á heimasíðu sinni að þetta sé rangt hjá Ríkisendurskoðun án þess að rökstyðja það með skýrum hætti.  Það er ljóst um hvaða ákvæði laga þetta snýst, en ráðherra hefur með engum hætti útskýrt af hverju hann telur að Ríkisendurskoðun hafi rangt fyrir sér.

Þetta er vond stjórnsýsla, sem eflir þann grun að Ögmundur og félagar hans í ríkisstjórn hafi engan áhuga á að taka til í því spillta valdakerfi sem hér ríkir.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago