Þegar Elín Jónsdóttir sagði upp sem forstjóri Bankasýslunnar sagði hún:

Framundan eru stór og aðkallandi verkefni.  Ber þar hæst að leggja þarf drög að sölu á eignarhlut ríkissjóðs í fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti.

Stjórn Bankasýslunnar er nú búin að ráða mann í hennar stað, Pál Magnússon.  Því hefur verið haldið fram að Páll hafi litla reynslu í bankamálum, og reyndar minnsta reynslu af umsækjendum um starfið.  Stjórnarformaður Bankasýslunnar, Þorsteinn Þorsteinsson, telur það þó ekki til vansa, enda hafi Páll mikla reynslu úr stjórnkerfinu.  Sú reynsla felst ekki síst í því að hafa verið aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þegar hún, ásamt Geir Haarde, einkavinavæddi Landsbankann og Búnaðarbankann, en þann síðarnefnda fengu flokksbræður þeirra Valgerðar og Páls á þægilegum kjörum.

Nú á Páll sem sagt að fá annað tækifæri til  að selja „eignarhlut ríkissjóðs  í fjármálafyrirtækjum“.

Ef Ísland væri ekki bananalýðveldi væri Páll búinn að afþakka stöðuna, og Þorsteinn að segja af sér, fyrir hádegisfréttir á morgun.  Það væri samt engin trygging fyrir því að spillingin haldi ekki áfram heljartökum sínum á valdi og peningum á Íslandi.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago