Í Stjórnlagaráði er nú tekist á um hvaða ákvæði eigi að vera í stjórnarskrá um kosningafyrirkomulag. Líklega er óhætt að segja að sú krafa eigi mikinn hljómgrunn meðal almennings að opnað verði fyrir persónukjör, enda margir búnir að fá nóg af flokksræðinu sem hefur tröllriðið valdakerfinu í áratugi, og á eflaust sinn þátt í að Alþingi hefur sjálft rúið sig öllu trausti.
Gegn þessari kröfu standa auðvitað þeir stjórnmálaflokkar sem hér hafa ráðið lögum og lofum, og sem ekki mega til þess hugsa að það valdakerfi riðlist sem þeir hafa gert út á.
Gegn þessum hugmyndum hefur líka verið teflt fram staðhæfingum um að flokkar, og flokkskjör, séu nauðsynlegir til að kjósendur viti hvers konar meginstefnu þeir séu að kjósa og það sé ógerlegt í hreinu persónukjöri, eins og í kosningunni til Stjórnlagaþings. Við þetta er margt að athuga.
Um síðastnefnda atriðið mætti nefna mýmörg dæmi. Hér eru tvö:
Af ofangreindri upptalningu ætti að vera ljóst að andstaðan við persónukjör á sér ekki rætur í rökréttum ótta við einhvers konar upplausnarástand. Hún er sprottin af ótta flokkanna við að missa kverkatakið sem þeir hafa á völdunum í landinu.
Því hefur verið haldið fram að rannsóknir sýni að persónukjör sé ekki til þess fallið að ná fram þeim markmiðum sem flestir telji rétt að stefna að í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta er ef til vill ekki einfalt mál, en hér verður ekki farið nánar út í þá sálma (sjá þó PS hér að neðan). Hins vegar er óhætt að segja að afdráttarlausar staðhæfingar í þessa veru séu rangar. Það er vegna þess að stjórnmálafræðingar eru alls ekki á einu máli um þetta, og því er ljóst að hér er ekki um að ræða áreiðanlega þekkingu af því tagi sem hægt er að kalla traust fræði.
Í Stjórnlagaráði er nú tekist á um eitthvert mikilvægasta atriði stjórnarskrárinnar, kosningafyrirkomulagið. Það er ekki sjálfgefið að hreint persónukjör leiði til betri stjórnarhátta, en svo virðist sem starf Stjórnlagaráðs, sem þannig var kjörið, hafi gengið nokkuð vel, öfugt við þann forarpytt sem Alþingi hefst við í. Það er slæmt ef ráðið gefst upp gegn þeirri sameiginlegu flokksmaskínu sem ekki má til þess hugsa að missa völdin yfir því spillingarkerfi sem hún hefur komið upp. Þá er borin von að við fáum að sjá umtalsvert betri stjórnarhætti en þá sem ríkt hafa hér, og sem almenningi ætti varla að vera eftirsjá í.
PS. Ég hef rætt örlítið um kosningakerfi í tölvupósti við einn stjórnmálafræðing sem hefur ákveðnar skoðanir á málunum, og sem benti á ýmis gögn máli sínu til stuðnings (þótt ég sé eftir sem áður ósannfærður um áreiðanleika staðhæfinga hans). Gott væri að efna til opinberrar umræðu um þessi mál, með þátttöku þeirra stjórnmálafræðinga sem telja sig búa yfir mikilvægri þekkingu á þessu sviði. Þar ættu þeir að tjá sig í skýru máli, svo almenningur geti myndað sér skoðun á afstöðu þeirra.
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…