Fyrirsögnin á þessum pistli er röng, en til þess gerð að draga athyglina að staðreynd sem er álíka fáránleg.  Eins og sjá má hér er það venjan að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn.  Mér dettur ekki í hug að halda að þetta hafi valdið því að svindlað hafi verið í kosningum.  Það er hins vegar lýsandi dæmi fyrir hugsunarhátt sem gegnsýrir íslenska stjórnsýslu, og er ekki í lagi:  Að ríkisvaldið sé til fyrir stjórnmálaflokkana, en ekki fyrir almenning.

Þessi hugsunarháttur er eitt af því sem ný stjórnarskrá þyrfti að snúa við, meðal annars með  upplýsingaákvæðum í stíl við sænsku stjórnarskrána.  Þar er grundvallarreglan að allar upplýsingar í fórum opinberra aðila eiga að vera aðgengilegar almenningi, tafar- og undanbragðalaust.  Hugsunin á bak við íslensku upplýsingalögin, meira að segja þau nýju sem eiga að vera í burðarliðnum, er hins vegar að stjórnvöld skammti borgurunum upplýsingar úr hnefa.  Sú hugsun byggir á þeirri afstöðu að stjórnsýslan eigi að vera tæki valdhafa til að treysta völd sín, ekki þjónn almennings.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago