X

Árdagspæling viðskiptafrömuðar

Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.

 

Categories: Sápuópera
sapuopera:

View Comments (1)

  • -----------------------

    Það er alveg rífandi stemming fyrir komu þinni hingað í kvöld. Hringdu í mig þegar þú ert að keyra framhjá Baulu svo ég geti tekið á móti þér. Hlakka til að sjá þig :-)

    Posted by: Harpa | 28.05.2008 | 15:53:51

    -----------------------

    Mig grunar að ég kannist við kauða, þ.e. hann Leif. Er ekki rétt að ég vari hann við þér ?

    Posted by: Hugz | 28.05.2008 | 18:29:31

    -----------------------

    Ég er nú reyndar alveg einfær um að hræða einn karlmann en takk samt B-)

    Posted by: Eva | 29.05.2008 | 1:52:18

    -----------------------

    Það er gott.
    Mér hefur nefnilega skilist að þú sért ekki nærri því eins ógnvekjandi í persónu og hér á vefnum þannig að ég hafði vissar áhyggjur ;-)

    Posted by: Hugz | 29.05.2008 | 13:03:15

    -----------------------

    Hver laug því að þér? Trúðu mér, ég er miklu ógurlegri í eigin persónu. Svo er ég líka bara svo stór.

    Posted by: Eva | 29.05.2008 | 23:25:57

    -----------------------

    Aha ... Mig reyndar grunaði að það væri verið að plata mig.

    Posted by: Hugz | 30.05.2008 | 8:46:53