X

Meira af ferðalangnum

Og þarna þrammaði hann meðfram Gullinbrúnni, í hettupeysu og hermannajakka með húfuna niður fyrir augnbrúnir (sem þó voru ærið signar) grár fyrir járnum í sólskininu. Ég benti honum á að hann væri reyndar alls ekki á leið í Mosfellsbæinn, heldur upp í Grafarvog.

-Allar leiðir liggja til Skagafjarðar, hnussaði hann þungur á brún og kom farangri sínum fyrir í bílnum.

Það sem sonur minn Hárlaugur telur nauðsynlega ferðabúnað stokugemmsa sem ætla fótgangandi milli landshluta er eftirtalið; vaðstígvél, vinnufatnaður, tannbursti, teygjubyssa, gítar, heimasmíðaður riffill og 320 kr í beinhörðum peningum. Mér til undrunar hafði hann ekki tekið með sér uppáhaldsmyndbandið sitt um litbrigði íslensku sauðkindarinnar.

Best er að deila með því að afrita slóðina

Eva Hauksdóttir:
Related Post