Yfirvaldið hefur enga lausn

Ráðist með grjóti á 16 ára pilt í FSu á Selfossi
 

Lögreglan mun aldrei sýna svona málum tilhlýðilegan áhuga og fyrst skólayfirvöld gera það ekki heldur, endar þetta einfaldlega með því að vinahópar munu sjá um sína löggæslu sjálfir.Það væri út af fyrir sig mjög jákvætt ef nemendur skólans, sem eitt samfélag, sammæltust um það hvaða viðurlögum ætti að beita ef einhver þeirra lemur mann og annan en ég er hrædd um að mórallinn verði frekar í mafíustíl, okkars á móti ykkars, eða okkars á móti öllum heiminum. Það viðhorf að einn hópur sé öðrum æðri eða mikilvægari og hafi meiri rétt til valdbeitingar býður upp á klíkustríð.

Þversögn yfirvaldins er fólgin í því að þetta viðhorf, sumir eru öðrum æðri, er það eina sem réttlætir tilvist einhverskonar yfirvalds, sem ætti þá að halda hinum sterku í skefjum, en um leið byggir yfirvaldið einmitt á þessari sömu, sjúku hugmynd. Og þegar yfirvaldið þjónar ekki því hlutverki sínu að vernda þá sem samfélagið verndar ekki, heldur hina sterku, er öll réttlæting fyrir því horfin út í veður og vind.

Sá sem ræðst á annan mann er annaðhvort sinnisveikur og þarf þá á hjálp að halda, eða þá að hann telur sig með einhverjum rétti eiga nokkuð sökótt við þolandann, eitthvað sem ekki verður leyst með því að klaga í yfirvöld sem er hvort sem er drullusama. Lausnin hlýtur að  felast í því að samfélagið (í þessu tilviki nemendur) komi sér saman um það hvaða hegðun teljist óviðunandi og standi saman um að bregðast rétt við. Ef deilan snýst t.d. um jafnan rétt til að sitja í tilteknum sófa, gætu nemendur sameinast um að fjarlægja þann sem þykist hafa einkarétt á honum, án þess að beita þannig aðförum að veruleg slysahætta skapist. Þeir sem álíta samkomulag um hvaða reglur skuli gilda og hvernig skuli staðið að því að vernda rétt allra, óraunhæft, ættu kannski að velta því aðeins fyrir sér hversu raunhæft það er að láta yfirvöld um að tryggja öryggi og miðla málum.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago