Virðing. -Ég hef velt fyrir mér merkingu orðins.Virða => Verð => Meta að verðleikum.
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.

Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til.

Allir eiga rétt á virðingu. Þ.e. í merkingunni tillitssemi.
Ekki eru þó allir virðulegir eða virðingarverðir og þessvegna er stundum engu líkara en að orðið hafi þversagnakennda merkingu. Fólk sem segist bera fulla virðingu fyrir t.d. föngum á Litla-Hrauni, segir samt sem áður ekki að þarna fari virðingarverðir menn.

Allt virðingarvert fólk á það sameiginlegt að sýna öðrum eilítið meiri virðingu en þeir verðskulda. (Baraeilítið samt.) Og það sem gerir manneskju virðingarverða í mínum huga er fyrst og fremst viljinn til að taka ábyrgð á sjálfum sér. Orðum sínum, gjörðum og tilfinningum. Það er þannig sem maður virðir aðra. Það er sársaukafullt að taka ábyrgð á sjálfum sér og þessvegna margir sem forðast það þótt það sé farsælt til langframa. Fólki finnst oftast niðurlægjandi að viðurkenna mistök sín. Eins og slæm ákvörðun verði ekki að veruleika fyrr en sá sem tók hana er búinn að viðurkenna að hún hafi verið slæm og að það hafi veri hann sjálfur sem tók hana.

Samt sem áður er það að viðurkenna mistök sín, og bæta fyrir eða hafna tækifæri til að gera mistök á sama vettvangi aftur, oftast góð leið til að ávinna sér virðingu eða endurheimta hana. Stjórnmálamenn sem gera stór mistök gera t.d oft orðspori sínu stærstan greiða með því að sýna kjósendum þá virðingu (tillitsemi við dómgreind þeirra sem kusu hann) að segja af sér. Stjórnmálamaður sem tekur fulla ábyrgð á eigin ákvörðunum, gefur kjósandanum þar með tækifæri til að slaka á hefndarfýsninni. Þegar hann þarf ekki lengur að knýja fram viðurkenningu á því að stjórnmálamaðurinn hafi gert mistök, öðlast hann þá hugarró sem þarf til að virða málið fyrir sér frá fleiri hliðum og meta ódáminn frá fleiri sjónarhornum.

Það tíðkast að vísu ekki á Íslandi enda bera Íslendingar litla virðingu fyrir sínum pólitíkusum.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago