Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist ekki par hrifin af því að sjá á einum stað þau ummæli sjálfar sín sem mesta athygli hafa vakið síðan hún komst á þing.

Í gær birti Kvennablaðið lýsiskjal af helstu gullkornum Vigdísar.  Þingmaðurinn brást við þessu með því að pósta eftirfarandi brýningu á opnum vegg á samskiptamiðlinum Facebook:

Vigdís hefur ekki sömu stöðu og virkir í athugasemdum

Vigdís er formaður fjárlaganefndar.  Hún hvetur, ekki bara fyrirtæki til að sniðganga fyrirtæki, heldur tiltekið fyrirtæki til að sniðganga fjölmiðil. Og ástæðan; jú sá fjölmiðill birti samantekt á hennar eigin ummælum.

Formaður fjárlaganefndar hefur töluverð völd. Hann hefur áhrif á fjárveitingar ríkisins til stofnana og verkefna og það er mjög mikilvægt að almenningur geti treyst því að þar ráði ekkert för nema fagmennskan ein. Engir eiginhagsmunir, engin persónuleg velþóknun eða vanþóknun og allra síst hefndarþorsti.

Vigdís hefur, sem formaður fjárlaganefndar, orðið sér til skammar með því að opinbera eigin óánægju með tiltekna stofnun, þ.e.a.s. Ríkisútvarpið, sem hún sagðist telja að fengi of há fjárframlög.  Ekki nóg með það heldur tók hún sérstaklega fram að hún sæti í hagræðingarhópi. Þetta skildu margir sem hótun um niðurskurð hjá RÚV nema það yrði jákvæðara gagnvart Framsóknarflokknum.  Kjósendur hljóta að velta því fyrir sér hvort valdafólk sem ítrekað verður uppvíst að tilburðum til skoðanakúgunar, sé líklegt til þess að fara vel með völd.

Viðbrögð áhrifafólks og fjölmiðla

Maður hefði kannski haldið að Vigdís hefði lært eitthvað af reynslunni. Áttað sig á því að það telst ekki ásættanlegt í siðmenntuðum ríkjum að formaður fjárlaganefndar reyni að hafa áhrif á fréttaflutning og efnistök fjölmiðla, hvað þá að hann beini tilmælum um sniðgöngu að tilteknu fyrirtæki. Það er því ekki að furða þótt þessi orð hafi vakið athygli bæði áhrifafólks og fjölmiðla. Ritstjóri Kvennablaðsins, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, spyr á opnum Facebook-vegg:

Á Facebook-vegg Steinunnar Ólínu má sjá umræðuna alla en hér eru nokkur brot úr henni:

Hér má sjá umfjöllun nokkurra miðla um málið. RÚV  DV    Meira í DV    Eyjan   Vísir   Mbl

 

Vigdís ennþá ósátt

Formaður fjárlaganefndar kann þó fjölmiðlum litlar þakkir fyrir að auglýsa skoðanir hennar á viðskiptum fyrirtækisins EGF við Kvennablaðið því á ellefta tímanum í dag birti hún þessa athugasemd á Facebook:

Einelti og kvenfyrirlitning?

Nokkrir þeirra sem hafa tjáð sig um umfjöllun Kvennablaðsins og ummæli þingmannsins tala um samantektina sem „einelti“ og árás á konur.

Nei, kæru netverjar, það er ekki einelti að benda á það þegar fólk í valdastöðum verður sjálfu sér og þjóð sinni ítrekað til skammar, heldur öllu heldur skylda fjölmiðla. Og konum er sannarlega enginn greiði gerður með því að láta þær valdakonur óáreittar sem varpa rýrð á kynsystur sínar með því að berrassa þekkingarleysi sitt og mannúðarskort á opinberum vettvangi.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago