Veit nágranninn hvort þú ert í vanskilum?

Mér finnst dálítið óhugnanlegt hvað eftirlitssamfélagið hefur náð sterkri fótfestu án verulegra mótmæla af hálfu almennings. Ótrúlegustu upplýsingar um einstaklinga eru skráðar úti um allan bæ. Eftirlitsmyndavélar eru í verslunum og á götuhornum. Flestir virðast vera sáttir við þetta því öryggið vegur þyngra en óþægindin af því að láta horfa á sig. Gagnagrunnurinn hans Kára mætti að vísu ákveðinni mótspyrnu, aðallega af hálfu lækna en þessi undarlega skepna almenningur virðist ekki hafa neitt við það að athuga þótt varla sé lengur hægt að reka við án þess að gefa Pétri og Páli bæði kennitölu og kreditkortanúmer. Þessar upplýsingar má svo auðveldlega misnota.

Týndi greiðsluseðillinn

Ég áttaði mig á því fyrir skömmu, hversu auðvelt að fá upplýsingar um náungann í gegnum síma, þegar ég týndi orkureikningi. Heita vatnið fyrir allt húsið er nefnilega sameiginlegt. Reikningarnir koma á nafn mannsins á efri hæðinni en ég greiði annan hvern reikning.

Ég hafði semsagt týnt greiðsluseðli og hringdi til þess að fá upplýsingar um upphæðina og reikningsnúmer sem ég gæti lagt inn á. Ég gaf upp nafnið mitt (ekki kennitölu) og nafn og kennitölu greiðandans og sagðist þurfa að fá upphæðina á síðasta reikningi. Ég var ekki búin að útskýra hvers vegna ég þyrfti þessar upplýsingar en ég fékk þær án nokkurra spurninga eða athugasemda. Mér fannst þetta dálítið skrýtið því sá sem svaraði í símann gat ekki vitað að þessi reikningur kæmi mér neitt við.

Ekki bara Orkuveitan

Ég ákvað að gera smá tilraun. Ég hringdi í símann, gaf upp nafn rangt og sagðist þurfa að fá greiðslustöðuna hjá sjálfri mér (Guðríður biður semsagt um stöðuna hjá Evu). Ég fékk hana athugasemdalaust. Það sama gerðist þegar ég hringdi í tryggingafélagið mitt og gaf upp rangt nafn.

Hvaða fleiri persónlegar upplýsingar ætli óviðkomandi geti auðveldlega fengið?

Ég sé ekki betur en að þetta merki að hver sem er geti fengið upplýsingar um greiðslustöðu óviðkomandi fólks hjá hinum ýmsu fyrirtækjum. Slíkar upplýsingar er hægt er að misnota, fyrir utan það að sennilega kæra fæstir sig um að aðrir séu með nefið ofan í fjármálum þeirra. Ég hef samt aldrei orðið vör við að neinn mótmæli þessu og ekki veit ég til að Persónuvernd hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag (þær gætu þó vitanlega hafa farið fram hjá mér.)

Og nú vaknar sú spurning, fyrst er svona auðvelt að fá upplýsingar um greiðslustöðu  annarra hjá fyrirtækjum á vegum hins opinbera, hvort það sama gildir um heilbrigðisupplýsingar, hugsanleg samskipti við yfirvöld og ýmislegt fleira.

(…)

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago