Varstu bara að ljúga þessu? Formaður SÁÁ – svarar erindi um ráðgjafanám

Visir.is birti í dag frétt af deilum Kristínar I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar og Arnþórs Jónssonar formanns SÁÁ.

En þetta er ekki í fyrsta sinn sem Arnþór sendir Kristínu tóninn. Í kvöld birti Kristín á facebook vegg sínum tölvupóstssamskipti sem þau áttu fyrir rúmu ári síðan. Við fengum leyfi til að birta færslu Kristínar á Kvennablaðinu.

Samskipti við Arnþór Jónsson formann SÁÁ vegna náms ráðgjafa

Fyrir rúmu ári síðan reyndi ég að hafa samskipti við formann SÁÁ. Það var mjög merkileg upplifun sem ég hef reynt að forðast síðan. Ég var að biðja um upplýsingar um nám sem viðurkennt er af Embætti landlæknis og fer fram í hinum mjög svo dularfulla Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Hvergi er að finna upplýsingar um nám í þessum skóla, hverjir kenna né hvaða hæfni þeir búa yfir.

From: KristínI. Pálsdóttir [mailto:stinapals@simnet.is] Sent: 6. febrúar 2014 09:35
To: ‘saa@saa.is’
Subject: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Ágætiviðtakandi.

Gæti ég fengið senda námskrá sem farið er eftir í námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ og aðrar tiltækar upplýsingar um skólastjóra skólans kennara og slíkt. Ég finn þessar upplýsingar ekki á heimasíðunni ykkar.

Kveðja,

Kristín Pálsdóttir

From: Kristín I.Pálsdóttir
Sent: Thursday, March 6, 2014 12:07 PM
To: saa; Arnþór Jónsson
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Sæll Arnþór.

Ég hef ekki fengið viðbrögð við neðangreindum pósti til SÁÁ. Gætir þú sent mér þessar upplýsingar? Er kannski sérstakt netfang á skóla SÁÁ fyrirheilbrigðisstarfsmenn eða skólastjóra?

Kveðja,

KristínPálsdóttir

From:Arnþór Jónsson [mailto:arnthor@saa.is] Sent: 6. mars 2014 16:52
To: Kristín I. Pálsdóttir
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Sæl Kristín

Fyrir hvern ertu að spyrja?

AJ

From: Kristín I.Pálsdóttir
Sent: Thursday, March 6, 2014 5:08 PM
To: Arnþór Jónsson
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Sæll Arnþór.

Ég erað spyrja fyrir mig. Eru þetta ekki opinberar upplýsingar? Ég sit í ráði Rótarinnar og ráðgjafar SÁÁ hafa verið að benda á það í greinum að best sé að snúa sér til SÁÁ til að fá upplýsingar um nám ráðgjafa. Litlar upplýsingar er að finna á heimasíðu SÁÁ um námið.

Kveðja,

Kristín

From: Arnþór Jónsson [mailto:arnthor@saa.is] Sent: 6. mars 2014 17:25
To: Kristín I. Pálsdóttir
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Hver hefur sagt að SÁÁ veitti þessar upplýsingar og hvar var það sagt?

AJ

From: Kristín I. Pálsdóttir [mailto:stinapals@simnet.is] Sent: fim. 6.3.2014 17:32

To: Arnþór Jónsson
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Sæll Arnþór.

Er sem sagt ekki hægt að fá upplýsingar um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ án rökstuðnings?

Kveðja,

Kristín

From: Kristín I.Pálsdóttir [mailto:stinapals@simnet.is] Sent: Friday, March 7, 2014 8:34 AM
To: Arnþór Jónsson
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

 

Sæll Arnþór.

Í grein á heimasíðu ykkar er t.d. grein eftir Kristbjörgu Höllu sem heitir „Réttar upplýsingar fást hjáréttum aðila“. Samkvæmt henni er SÁÁ hinn rétti aðili.

Annað sem mig langar að spyrja um varðandi ráðgjafa er hvort að einhver af ráðgjöfum SÁÁ sé með hærri viðurkenningu frá NAACAD en I. Þar er boðið upp á þrjú stig vottunar I, II og þrjú, http://www.naadac.org/guide-to-nccap-credentials.

Kveðja,

Kristín

From: Arnþór Jónsson [mailto:arnthor@saa.is] Sent: 7. mars 2014 09:23
To: Kristín I. Pálsdóttir
Subject: RE: Námskrá áfengis- og vímuefnaráðgjafa

Ég hef lesið þessa grein. Þar kemur hvergi fram að “best sé að snúa sér til SÁÁ til að fá upplýsingar um námráðgjafa.“ Varstu bara að ljúga þessu?

AJ

Ljósmynd af vefnum www.saa.is

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago