Mig langar ekkert að giftast tannlausum Pólverja. Reyndar er ég ákveðin í því að giftast aldrei neinum með menningarbakgrunn, ólíkan mínum. Ég hef aldrei orðið svo mikið sem ofurlítið skotin í Pólverja. Áhugaleysi mitt um að verja ævikvöldinu með tannlausum Pólverja, merkir samt ekki að ég álíti réttlætanlegt að þrælka Pólverja eða hrekja þá frá heimilium sínum. Það merkir heldur ekki að ég myndi ekki standa upp og berjast fyrir mannréttindum þeirra ef nóg reyndi á reiði mína.

Ég er engin fjallageit. Ég hefi enga unun af því að vakna í blautu tjaldi með kónguló í rassskorunni. Ég hef aldrei spókað mig á Kringilsárrana og hef engin áform um að gera það. Áhugaleysi mitt á hálendisferðum merkir samt EKKI að mér finnist réttlætnanlegt að raska vistkerfinu, fótumtroða réttindi dýra og jurta og eyðileggja náttúruundur sem einhver annar kann að hafa áhuga á að rannsaka og njóta núna eða í framtíðinni.

Sú staðreynd að ég hef aldrei verið skáti og ætla aldrei að verða skáti, gerir mig hvorki óhæfa til að hafa skoðun á umhverfismálum, né sviptir mig réttinum til þess að tjá mig um afstöðu mína.

Náttúruvernd snýst ekki um það hvort og hvert barnabörnin okkar geti farið í útilegur. Náttúruvernd snýst um áskapaðan rétt náttúrunnar til virðingar og nærgætni sem og framtíðarafleiðingar þess hvernig við umgöngumst umhverfi okkar.

Ég kalla hér með njálg, lús eða aðra óværu yfir næsta fávita sem leyfir sér að viðra þá skoðun við mig að útivistaráhugi sé eina, besta eða eðilegasta forsenda þess að halda fram umhverfissjónarmiðum.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago