Í september 2006 sótti ég galdraráðstefnu á Ströndum. Það eina á dagskránni sem olli mér vonbrigðum voru tónleikar með Megasukk.

Mér leiðist þessi uppklappsárátta. Uppklapp táknar í mínum huga eindregna yfirlýsingu um að listamennirnir hafi farið fram úr væntingum. Tónleikarnir með Megasi og hljómsveitinni Súkkat voru ekki uppklappsins virði.

Ég hef dáð Megas frá 9 ára aldri og fer ekkert ofan af því að hann er í hópi mestu orðsnillinga íslenskrar bókmenntasögu. Ég hlakkaði til tónleikanna en varð satt að segja fyrir vonbrigðum.

Ég bjóst ekki við tæpitungu af hálfu Megasar. Ég hef sjálf deilt á feminismann og fórnarlambsvæðingu kvenþjóðarinnar og finnst textar á borð við “vappaðu inn í Víðihlíð” og “síðbúinn mansöngur” eiga fullan rétt á sér, ekkert síður en t.d. “plastpokamaðurinn”. Þar sem Megas var all þvoglumæltur í gærkvöld og flutti texta sem ég hef ekki heyrt fyrr, get ég ekki fullyrt að kvenfyrirlitingin í textum hans sé komin út fyrir mín þolmörk, en illa líkaði mér það sem ég á annað borð náði. Ég vona að mér skjátlist, því eitt er að deila á þá sem afsaka vesældóm, ábyrgðarleysi eða hrottaskap með kynferði sínu (eins og fólk af báðum kynjum á til að gera), en allt annað að lýsa því viðhorfi að kyn fólks skeri úr um manngildi þess.

Hvort sem ég hef heyrt rétt eður ei, get ég ekki sagt að mér hafi þótt uppklapp viðeigandi. Þeir mættu klukkutíma of seint á sviðið, meistarinn leit út fyrir að vera í annarlegu ástandi og flutningurinn var hreinasta hörmung. Að klappa fólk upp eftir slíka frammistöðu er annað hvort merki um firringu, þ.e. að menn skili ekki lengur tilgang klappsins, eða þá að Megas hefur verið tekinn í heilagra kúa tölu. Og það er vond meðferð á miklum listamanni.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago