Um ömurleik fulltrúalýðræðis

Ég trúi því að oftast sé stærsta ástæðan fyrir því að fólk býður sig fram til þingmennsku áhugi á pólitík og löngun til að hafa áhrif. Þegar fólk er svo búið að sitja á þingi í nokkurn tíma og fá staðfest að það hefur engin áhrif á meðan það er í minnihluta, fer það svo að keppa eftir völdum. Þegar þingmaðurinn er orðinn ráðherra og ræður samt enn ekki neinu er starf hans þegar farið að snúast um eitthvað allt annað en að ná fram yfirlýstum markmiðum. Hann þarf að halda vinsældum sínum, eða draga úr óvinsældum og til þess þarf að fórna prinsippum.

Það er nákvæmlega sama hvaða dýrðlingur sest í stól forsætisráðherra, á meðan almenningur lætur sér nægja að græða á daginn og grilla á kvöldin; á meðan almenningur afsalar sér ábyrgð á pólitískum ákvörðunum, afhendur ‘fulltrúum’ vald til að hugsa fyrir sig, þá mun allt starf Alþingis einkennast af valdaströggli og vinsældasamkeppni.

Ríkisstjórnin hefur tekið nokkur gæfuspor undanfarið. Það er vissulega framför að leyndinni skuli loksins hafa verið létta af orkusölu til stóriðju og mér hugnast einkar vel sú stefna að draga úr auglýsingabrjálæði stjórnmálaflokkanna. Ekki skil ég hvað Íslendingar
Bara það eitt að heilt efnahagskerfi hafi hrunið án þess að vinstri flokkarnir yrðu vinstri sinnaðir, segir okkur allt sem segja þarf um ágæti fulltrúalýðræðisins.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago