Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum.

Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er fyrir á hátt á þriðja hundrað skotvopna. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort verið sé að leggja drög að því að lögreglan gangi með skotvopn á sér.

Mér finnst að einhver fjölmiðill ætti að taka að sér að fá fram svör um það á hvaða forsendum þessi vopnaþörf sé metin. Ef ekki af ást sinni á almennri upplýsingu og þjónustulund við almenna borgara, þá allavega af umhyggju fyrir  Stefáni Eiríkssyni. Ég held nefnilega að honum finnist ekkert gaman að fá bréf frá mér.

Komaso blaðamenn; finnið nú út hver fjárinn er eiginlega í gangi.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago