Því miður, þú býrð í útlöndum svo þér kemur þetta ekki við

Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista.

Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af kjörskrá vegna þess að það hefur búið svo lengi erlendis. Nú er hægt að kæra sig inn á kjörskrá aftur svo það er í raun enginn augljós tilgangur með því að taka fólk út af kjörskrá. Þetta hefur bara meiri skriffinnsku í för með sér.

Hvaða rök eru annars fyrir því að svipta íslenska ríkisborgara borgaralegum réttindum sínum ef þeir flytja til útlanda? Ef rökin eru þau að fólk sem ekki býr á landinu eigi ekki að hafa sömu tækifæri til áhrifa, væri þá ekki eðlilegast að svipta fólk ríkisborgararétti ef það flytur?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago