Þú mátt fá’ana því ég vil ekki sjá’ana

Einhverntíma í síðustu viku heyrði ég (í fréttum RÚV) sagt frá könnun sem sýndi að mjög hátt hlutfall bandarískra telpna á grunnskólaaldri (mig minnir allt að 40% 10 ára stúlkna) töldu sig vera of feitar. Þetta hljómar skelfilega. Erum við virkilega búin að innræta börnum staðlaðar ímyndir um það hvernig fólk eigi að líta út, svo freklega að þau þjáist af óþarfa útlitskomplexum strax í grunnskóla? Á fréttinni var allavega ekkert annað að skilja.

Eða er málið flóknara? Getur kannski verið að hluta skýringarinnar sé að leita í því að hættulega hátt hlutfall amerískra skólabarna þjáist raunverulega af offitu? Er hugsanlegt að hluti þessara litlu telpna sem „halda“ að þær séu of feitar, hafi bara þokkalega raunhæfa sjálfsmynd? Sé það rétt tilgáta að þessi könnun nái einnig til þeirra barna sem róa í spikinu, hvernig stendur þá á því að það kom ekki fram í fréttinni?

Ég er ekkert hrifin af því að sjá litlar stúlkur klæða sig eins og kyntákn og auðvitað eiga grunnskólabörn ekki að keppa í megrun. Hins vegar má líka velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á heilsufar vesturlandabúa ef nokkrir fituhlunkar yrðu kyntákn og fyrirmyndir unglinga. Ég er ekki með myndir af Britney Spears uppi á vegg hjá mér en mikið finnst mér gott mál að litlu frænkur mínar vilji frekar líkjast henni en renisansgyltunum. Ég segi ég nú bara hjúkket.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago