Þessvegna eiga fíflin að fá að kjósa

Ég er ekkert ‘forundrandi’ þótt fólk sem fyrir nokkrum mánuðum vildi helst þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest mál, ásaki forsetann nú um ‘einræðistilburði’. Þegar allt kemur til alls er fólk fífl og það er nú það sem menn óttast. Lýðræðið er hættulegt þar sem lýðurinn samanstendur af fíflum. 

Þegar ég, sem venjulegt fífl, fylli út kjörseðil, þá hugsa ég ekki sem svo: Ja, ég er nú svo mikið fífl að það er best að ég velji mér viturra fólk til að ákveða hvað mér er fyrir bestu. Það sem ég hugsa þegar ég fylli út kjörseðil er: það er best að ég velji þetta fólk, af því að skoðanir okkar á mikilvægum málum fara saman. Við kjósum semsagt fulltrúa sem eru álíka mikil fífl og við sjálf og ef einhver efast um það, bendi ég viðkomandi á að líta aðeins yfir þingheim og athuga hvort hann sér ekki eitthvert fífl á meðal þingmanna.

Ef við treystum ekki almenningi til að greiða atkvæði um mál sem snerta þjóðina alla, þá er heldur ekkert vit í því að leyfa þessum fíflum að velja fulltrúa á Alþingi. Á meðan meðalgreind er ekki nema 100 (og reynið bara að breyta því) þá muuuuuun lýðræðið bera þess merki. Við skulum því annaðhvort sætta okkur við það að fórnarkostnaður lýðræðisins er sá að ýmsar heimskulegar ákvarðanir eru teknar, eða þá að hætta þessari lýðræðishræsni og koma á almennilegu einræði.

Tilgangur lýðræðis er ekki sá að finna gáfulegustu útkomuna í öllum málum, heldur sá að tryggja að sem flestar skoðanir fái vægi. Lýðræðissinnar hlusta á fíflið í næsta húsi vegna þess að þeir vita að þeim sjálfum getur (í undantekningartilvikum) skjátlast. Lýðræðissinnnar trúa því að þótt þeir hafi oftast rétt fyrir sér, muni það til langs tíma skila okkur meiri velferð, frelsi og hamingju að leyfa fíflunum að vera með.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago