Þegar kynþáttahyggjan ber Jón Magnússon ofurliði

Jón Magnússon gerir aumkunarverða tilraun til að klóra yfir skítinn sem hann varð uppvís að í síðasta pistli sínum um málefni flóttafólks.

Það eru semsagt samkvæmt Jóni „öfgar sem bera vitsmunina ofurliði“ að vera ósáttur við hreinar og klárar lygar um að flóttamenn fái 215 þúsund krónur í dagpeninga á mánuði fyrir utan húsnæði, þegar staðreyndin er sú að hér er um að ræða heildarkostnað.

Og Jón heldur áfram í ruglinu, nú ber hann heildarkostnað af hverjum hælisleitanda saman við þær greiðslur sem öryrkjar og aldraðir fá í vasann. Ekkert tillit tekið til niðurgreiðslu ríkisins vegna hjálpartækja, sjúkrahússvistar, ferðaþjónustu eða neins annars. Það þykir Jóni Magnússyni væntanlega bera vott um vitsmuni.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago