Maður kemst bara við af því að heyra um virðingu ráðamanna í Bandaríkjunum fyrir islömskum hefðum.

Reyndar er hefðin sú, allsstaðar í veröldinni, óháð trú og menningu, að útförin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir aðstandendur til að kveðja hinn látna. Gaman væri nú að vita hvaða ríki það voru sem voru þrábeðin að taka við líkinu og hversvegna þau neituðu því.

Ég gæti best trúað því að líkinu hafi ekki verið skilað vegna þess einfaldlega að það var ekkert lík. Allavega ekki af Ósama bin Laden. Hann er sennilega dauður fyrir mörgum árum. Bandaríkjastjórn og Nató vildu hinsvegar gjarnan að ‘óvinurinn’ hefði andlit af því að það virkar svo vel á pöpulinn og þessvegna var leikari dubbaður upp í gervi Ósómans og goðsögninni haldið á lífi.

Nú þegar togast á í hjörtum almennings reiðin í garð Ghaddafis og andúðin á morðum sem framin eru undir því yfirskini að lykillinn að friði og frelsi sé sá að drepa hann, er rétti tíminni til að svæfa goðsögnina um Ósóma. Heimurinn hefur eignast nýjan og ferskan óvin og það er hressandi í allri gagnrýninni á tilgangslaus morð að gefa fólki einn dauðan óvin til að gleðjast yfir. Gaddi garmurinn getur svo tekið við hlutverkinu andlit óvinarins. Ég spái því að honum verði haldið á lífi lengi enn.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago