Telur Sveinbjörg að Rússneska réttrúnaðarkirkjan sé ekki kirkja?

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknar og flugvallarvina sagði í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu núna áðan að það hefði ekki verið stefna Framsóknarflokksins að koma í veg fyrir moskubyggingu í Reykjavík, heldur hefði hugmyndin komið upp eftir að borgarbúar hefðu lýst andstöðu sinni við moskuna.

Þetta samræmist ekki því sem Guðrún Bryndís Karlsdóttir sagði frá í grein sinni á Kvennablaðinu þann 28. síðastliðinn en þar greindi hún frá því að eftir að hún sjálf hefði tekið 2. sæti á framboðslista Framsóknar,  hefði henni verið tjáð að eitt af verkefnum þeirra sem kæmust í borgarstjórn væri að koma í veg fyrir að moska risi í Reykjavík.

Sveinbjörg Birna sagði einnig að málið snerist ekki um mosku heldur um það hvort borgin gæfi trúfélögum lóðir, hún vildi því setja lóðir til annarra trúfélaga en kirkna í atkvæðagreiðslu enda næði lagaákvæði um lóðaúthlutanir eingöngu til kirkna.

Nú hefur Sveinbjörg einnig látið hafa eftir sér að hún vilji láta kjósa um úthlutun til Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. Þetta vekur eðlilega spurningu um það hvort oddvitinn skilgreini rússnesku réttrúnaðarkirkjuna sem eitthvað annað en kirkju eða hvort henni finnist í lagi að brjóta lög þegar Rússneska réttrúnaðarkirkjan eigi í hlut. Öllu sennilegri verður að teljast sú skýring að þetta sé aum tilraun til þess að hvítþvo sig af augljósum rasisma.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago