Pistlar um samfélagsmál

Svíar undirbúa forgangsröðun á gjörgæslu

Nú eru 880 manns látnir af völdum kórónusýki í Svíþjóð. Myndin hér að ofan sýnir fjölda látinna miðað við milljón íbúa á Norðurlöndunum í morgun og er þá miðað við opinberar tölur. Eins sjá hefur dregið hratt í sundur með Svíþjóð og nágrannaríkjunum.

Viðbrögð sænskra yfirvalda við þessu háa hlutfalli eru þó ekki þau að loka fyrirtækjum og setja á samgöngubann heldur að undirbúa takmarkanir á aðgengi aldraðra og sjúkra að heilbrigðisþjónustu.

Aftonbladet sagðist í gær hafa komist yfir skjal með fyrirmælum til lækna á Karólínska um það hvernig skuli forgangsraða ef að því kemur að heilbrigðiskerfið geti ekki lengur sinnt öllum. Fólk yfir áttræðu mun þá ekki fá ekki pláss á gjörgæsludeild, fólk yfir sjötugu sem er með sjúkdóm sem leggst á mikilvæg líffæri, svo sem hjarta-, lungna-, og nýrnasjúkdóma, fer í sama ruslflokk og sömuleiðis fólk yfir sextugu sem er með fleiri en einn slíkan sjúkdóm.

Nú segir forstjóri Karólínska að verið sé að fjölga gjörgæsluplássum og að það verði pláss fyrir alla sem á þurfi að halda. Á sama tíma eru gefnar út leiðbeiningar um forgangsröðun. Það hvarflar svona að manni að heilbrigðisyfirvöld séu kannski ekkert alveg viss um að fimmföldun gjörgæsluplássa dugi til að mæta þörfinni. Undarlegt líka að þrátt fyrir allan þennan dauða skuli aðeins 120 manns þurfa á öndunarvél að halda. Það samsvarar 4 á Íslandi. En mögulega litið svo á að eldri borgarar þurfi ekkert að lifa mikið lengur og þurfi ekki því öndunarvél eða aðra gjörgæsluþjónustu?

Það ömurlegasta er að sænsk stjórnvöld eru ekki fórnarlömb veirunnar í sama skilningi og á Ítalíu og Spáni. Svíar höfðu alla möguleika á að bregaðst við fyrr og koma í veg fyrir að slíkt neyðarástand kæmi upp að þörf yrði á forgangsröðun. Nú er ekkert ólíklegt að það sé orðið of seint.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago