Myndin er eftir Gunnar Karlsson 

Ég hef enn ekki séð neinn almennan félagsmann í Vg lýsa ánægju sinni með það að flokkurinn standi nú í stjórnarmyndurnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Þetta kemur hinsvegar engum á óvart nema liðsmönnum Vg. Katrín tók skýrt fram fyrir kosningar að hún útilokaði ekki samstarf við neinn og hún lét sig alveg hafa það að ræða við Bjarna í fyrra svo ég skil ekki alla þessa reiði og sárindi.

Vg á heilmikið sameiginlegt með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og engin ástæða til að ætla annað en að stjórnin haldi út kjörtímabilið. Við getum því reiknað með fjögurra ára tímabili pólitísks stöðugleika. Tímabili þar sem engar breytingar verða gerðar á stjórnarskránni eða kvótakerfinu, sáralitlar breytingar á skattkerfinu, helbrigðiskerfinu eða öðru sem máli skiptir. Við munum ekki taka frekari skref í átt að ESB og ekki verður hróflað við krónunni. Vitanlega verður heldur ekki hróflað við Nató eða Þjóðkirkjunni. Þetta verður Stöðugleikastjórnin.

Ég hef séð því haldið fram að þetta samstarf muni gera út af við Vg. Ég held að það sé fjarri lagi. Raunfylgi Vg er í kringum 10% og einu afleiðingarnar sem þetta hefur eru þær að þetta aukafylgi sem þau hafa fengið síðustu árin hrynur af þeim. Það myndi skipta Sjálfstæðismenn máli í þeirra sporum því Sjálfstæðismönnum líður mjög illa í stjórnarandstöðu enda hafa þeir litla reynslu af því að vera í minnihluta, hvort heldur er í stjórnmálum eða annarsstaðar. Þeir eru vanir því að geta böðlað sínum hagsmunamálum áfram. Vinstri græn eru hinsvegar vön í stjórnarandstöðu og virðist líða prýðilega í því hlutverki. Vg fá 3 ráðherrastóla i fjögur ár og þingmenn þeirra sjá kannski ekki alveg fyrir sér að þeir eigi möguleika á því að vera í ríkisstjórn lengur en það. Fylgi upp á 10% nægir til þess að forystumenn Vg munu halda sínum þingsætum næst. Þau hafa því engu að tapa.

Ég hefði frekar viljað sjá Vg vinna með Pírötum og Samfylkingu en Sjálfstæðisflokknum en kjósendur geta í það minnsta huggað sig við að þeir vita hvað þeir fá. Flestir fá ekkert út úr þessu en verða svosem ekkert verr settir en áður.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago