Það er fullt sem skiptir svosem ekki nógu miklu máli til að ég sendi erindi út um allan bæ en mér finnst samt voða asnalegt að vita ekki. Til dæmis langar mig að vita hversvegna ferðamenn geta fengið vaskinn endurgreiddan en ekki ég? Ef hugmyndin er sú að fólk sem ekki býr hér eigi ekki að þurfa að greiða ríkinu skatt, af hverju er þá ekki hægt að fá endurgreiddan vask af öllu sem keypt er hversu lítið sem það kostar og hvar sem það er keypt? Beinast liggur við að álykta að endurgreiðslan þyki góð aðferð til að fá ferðamenn til að taka upp seðlaveskið en fyrst er hægt að halda uppi heilu fyrirtæki í kringum endurgreiðslurnar, þá hlýtur einhver að græða beint á þessu. Hver og hvernig?

Annað sem vefst fyrir mér varðar skattainnheimtu. Þegar ég fæ álagningarseðil kemur oft fram að ég skuldi einhverjar kronur í tekjuskatt eða útsvar en eigi hinsvegar inni vaxtabætur. Mér þætti rökrétt að skuldin yrði dregin frá inneigninni og að skattgreiðendur fengju rukkun eða endurgreiðslu í samræmi við það. Ég hef hinsvegar fengið endurgreiðsluna alla sérstakan greiðsluseðil fyrir því sem ég skulda (sem hefur stundum verið minna en kostnaðurinn við að senda út rukkun.) Nú er frádráttur ekki flókin reikningsaðgerð svo varla er skýringin sú að þetta sé einfaldara eða ódýrara fyrirkomulag. Einhverjum tilgangi hlýtur þó að þjóna að hafa þetta svona. Hvaða tilgangi?

Já og eitt enn, hvenær fer vörutalning fram í búðum sem eru opnar allan sólarhringinn, alltaf nema á jóladag og páskadag?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago