Vinkona mín hefur komist að þeirri niðurstöðu að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan hafi verið “skiljanleg”.

Já. Ég skil þá vel. Ég skil líka ofsóknir Nasista á hendur Gyðingum. Ég skil yfirgang Ísraelsmanna í Paelstínu. Ég skil kosningasvindl og mannréttindabrot. Ég skil ofbeldismenn og morðingja. Ég skil náttúruníðinga, ég skil foreldra sem vanrækja börnin sín.

Mannkynið stjórnast af græðgi, sjálfselsku og ótta. Það er okkur eðlislægt að valta yfir aðra, kúga þá og svívirða sem minna mega sín og ryðja þeim úr vegi sem hindra okkur í því að fá það sem við viljum. Þessvegna eru allar mannanna misgjörðir ósköp skiljanlegar.

Hvort þær eru réttmætar er allt annað mál.

Bandaríkin eru eins og allir vita æðisleg. Þar á frelsið lögheimili og hann líka hann Gvuð almáttugur. Hann stendur með heimsveldinu og heimsveldið er þessvegna hafið yfir það sem er rétt, gott og siðlegt. Það er líka afskaplega skiljanlegt.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago