Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.

Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót.

Ég reyndi að höfða til hans betri manns, (þótt mig langaði sjálfa ekkert til að sitja uppi með óbermið) og talaði um hvað stráknum myndi líða illa ef hann yrði ekki boðinn. Sonur minn svaraði:

‘Ég skal bjóða honum ef þú getur nefnt mér eina góða ástæðu fyrir því hvernig það getur verið gott fyrir MIG.’

Ég gat það ekki. Þvert á móti fannst mér í hjarta mér bæði sjúkt og rangt að eyðileggja daginn fyrir barninu með því að neyða hann til að sýna óverðskuldaða tillitssemi. Ég sendi hann hinsvegar ekki með boðskort í skólann heldur hringdi ég í foreldra bekkjarfélaganna og bauð þeim sjálf.

Mér finnst nefnilega út í hött að nota skólann sem pósthús þegar það býður beinlínis upp á að einhver verði sár. Kennarar eiga hvorki að taka að sér að aflýsa afmælisveislum né standa í sálgæslu gagnvart þeim sem hafa komið sér út úr húsi.

 

Ávítaður fyrir að hirða afmælisboðskortin af börnunum
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago