Reykjanesbær segist ekki leysa húsnæðismál með því að koma börnum í fóstur

Vegna frétta af húsnæðislausum foreldrum í Reykjanesbæ sem segja sveitarfélagið ekki bjóða upp á önnur úrræði en þau að koma börnunum í fóstur, sendi ég fyrirspurn til sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjanesbæjar um það hvort það væri almenn stefna sveitarfélagsins að bregðast við húsnæðishraki með því að leysa upp fjölskyldur og ef svo væri, hvernig það samræmist meginreglum barnalaga og opinberri stefnu sveitarfélagsins.

Í svari sviðsstjórans kemur  fram að stefna sveitarfélagsins sé sú „að aðstoða íbúa sem eru tekjulágir eða með þunga framfærslubyrgði í gegnum félagslega húsnæðiskerfið“ en húsnæðismálin heyri ekki undir barnavernd heldur félagsþjónustuna.  Hinsvegar leiði húsnæðisskortur ekki til þess að mál verði barnaverndarmál. Orðrétt segir í svari sviðsstjórans:

<blockquote>Húsnæðiserfiðleikar foreldra eru ekki ástæða til barnaverndarafskipta enda er það okkar reynsla að foreldrar leiti og finni leiðir til að gæta hagsmuna barna sinna og veita þeim það skjól og öryggi sem þau þurfa. Sú leið er oft fundin í gegnum tengslanet fjölskyldunnar, fjölskyldu, vini og aðra aðstandendur. Sú leið getur líka falist í því að foreldrar kaupi gistingu á gistiheimili, AirB&amp;B, leigi herbergi með aðgang að eldhúsi o.s.frv. Aðkoma barnaverndar í málum barna byggir á barnaverndarlögum og er það fyrst þegar tilkynning berst barnavernd um að aðbúnaði og umönnun barna sé ábótavant, eða hegðun barns sé ábótavant, sem barnavernd hefur könnun máls og ræðir þá  við hlutaðeigandi foreldra/foreldri. Sé niðurstaðan sú að ekki sé ástæða til afskipta skv. Barnaverndarlögum að lokinni könnun, þá er málinu lokað hjá barnavernd.</blockquote>

&nbsp;

Ég spurði í framhaldi af þessu um viðbrögð félagsþjónustunnar ef húsnæðislausum foreldrum tekst ekki að finna húsnæði, gistingu á gistiheimil eða AirBnB og geta ekki leitað á náðir vina og vandamanna. Svarið sem ég fékk var þetta:
<blockquote>Það hefur ekki reynt á það enn, en ef allt um þrýtur og engin úrræði finnast fyrir fjölskyldu, þá getur tímabundin vistun komið til greina til að fyrirbyggja að börn lendi á götunni. Það er þá neyðarlausn og við erum þakklát fyrir að sú staða hafi ekki enn komið upp hjá okkur.</blockquote>
&nbsp;

Þar höfum við það. Vonandi er þá bara misskilningur hjá þessum einstæðu mæðrum að starfsmenn sveitarfélagsins hafi stungið upp á því að börnum þeirra verði komið í fóstur og félagsþjónustan er þá væntanlega á fullu að reyna að redda þeim húsnæði. Nema náttúrulega að vistunaráformin standi í sambandi við allt aðrar aðstæður en húsnæðishrak.

&nbsp;

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago