Stundum vill það gleymast að mannréttindi voru ekki fundin upp fyrir góða fólkið, þá sem verðskulda réttlæti, heldur fyrir þá sem ofbjóða réttlætishugmyndum stjórnvalda og/eða almennings.

Stundum horfa menn fram hjá því að æðsta regla réttaríkissins, hver maður skal teljast saklaus uns sekt hans er sönnuð, var ekki búin til fyrir þá sem við teljum saklausa, heldur hina sem við teljum seka.

Grundvöllur allra mannréttindasáttmála sem og þess réttarkerfis sem við búum við, er ekki réttlæti í þeirri merkingu að enginn skuli sleppa við verðskuldaða refsingu heldur mannúð og mildi. Mannúð sem gerir ráð fyrir að betra sé að hinir verstu þrjótar sleppi við verðskuldaða refsingu en að einum verði refsað að ósekju. Réttlæti Jehóva tilheyrir gamla testamentinu og til mikillar blessunar hefur Þjóðkirkjan að verulegu leyti „túlkað það burt“ eins og séra Baldur Kristjánsson myndi orða það. Burttúlkunarstefnan er auðvitað hræsni en engu að síður töluvert  geðslegri en bókstafstrú.

Góða fólkið, þeir sem líta svo á að réttlætið sé aðeins fyrir hina verðugu en ekki hina sem ekki verðskulda það; það fólk er pólitískir hreintrúarsinnar, ekki endilega guðræknir og jafnvel ekki neinir öfgamenn í þeim skilningi að þeir víki verulega langt frá norminu. Engu að síður stórhættulegar manneskjur, kannski einmitt vegna þess hvað hefndarþorsti og dómharka er almenn.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago