Pottþétt ráð gegn skattsvikum

Nefnd á vegum fjármálaráðherra hefur fundið nýja og skothelda aðferð til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Lagt er til að fimm- og tíuþúsundkróna seðlar verði einfaldlega teknir úr umferð. Nefndin var skipuð í kjöfar uppljóstrunarinnar um Panamaskjölin og virðist því sem markmiðið sé sérstaklega að bregðast við svikum af því tagi.

Þetta er hið mesta snilldarráð  sem vafalaust mun draga verulega úr skattsvikum ef ekki útrýma þeim með öllu. Ekki dytti helstu skattsvikurum landsins í hug að nota aðra aðferð en þá að fara með fulla ferðatösku af 5000 köllum til Tortóla enda gífurleg eftirspurn eftir íslensku krónni á þeim slóðum.  Ætla má að einnig verði komið í veg fyrir minniháttar skattsvik því engar líkur eru á að iðnaðarmenn, leigusalar eða dópmangarar fáist til að taka við greiðslu í  evrum eða einhverjum öðrum gjaldmiðli.

Bónusvinningur felst svo í því að núna verður hægt að rekja hvert fótspor hins almenna borgara. Yfirvaldið getur fylgst með því hvort þú ferð í sjoppu, apótek, strippbúllu eða bifreiðaverkstæði. Það verður að teljast góð viðbót við örlæti dómara á hlerunarheimildir og víðtæka skráningu lögreglu á atferli, ferðum og samskiptum þeirra sem grunaðir eru um óæskilegar stjórnmálaskoðanir.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago