Þeir eru sennilega fáir sem átta sig á því hvað það er merkilegt að leikskólabörn taki virkan þátt í því að búa til umferðarmerki.

Þetta er nefnilega alls ekki bara krúttlegt uppátæki heldur hápólitísk aðgerð. Sú stefna að virkja börn til þátttöku í svona verkefnum er nefnilega liður í því að skapa þátttökusamfélag. Raunverulegt lýðræði þar sem hver einasti borgari hefur raunverulegt tækifæri til að setja mark á umhverfi sitt og hafa áhrif á umræðuna.

Við stefnum í átt að anarkisma. Ekki eins hratt og ég vildi en báturinn mjakast samt. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa starfsfólk með í ákvarðanatöku og stefna að auknu frjálsræði starfsmanna, án .þess að það komi neitt niður á afkomu fyrirtækisins. Skólakerfið er ennþá óttalega ferkantað en ég heyri ekki betur en að kennarar hafi mjög margir áhuga á einstaklingsmiðuðum námsskrám og að skapa umhverfi sem gerir ráð fyrir að börn séu til í fleiri en tveimur útgáfum, fólk er meðvitað um þörfina en skortir kannski ráð til að koma hlutunum í framkvæmd. Internetið er anarkískt, gefur hverjum sem er kost á að koma því á framfæri sem hann bara vill, undir nafni eða ekki eftir því sem hann sjálfur kýs.

Ég vildi helst afnema þjóðríkið, leggja niður landamæri, losna við allt yfirvald. Bylting væri fín. En á meðan hún er ekki í sjónmáli er allavega ágætt að sjá að hugmyndin um þátttökulýðræði er allsstaðar að vinna á. Frá leikskólum og upp úr. Og það er ekki bara hin anarkíska hugmynd um þátttökulýðræði sem er að festa rætur, fólk er líka smátt og smátt að átta sig á því að það sem skilar bestum árangri er ekki meira eftirlit, meiri stjórnun, þyngri refsingar, hærri laun, heldur það að fólk fái fleiri tækifæri til að gera það sem því sýnist, þegar því sýnist.

Yfirvald virðist ekki bara óþarft heldur gerir það oft meira ógagn en gagn. Og fyrst anarkí virkar í grasrótarhreyfingum og öðru sjálfboðastarfi, fyrst það virkar m.a.s. á stórum vinnustöðum, því í ósköpunum ætti það ekki að geta virkað í stjórnmálum líka?

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago