Pistlar um samfélagsmál

Og hér er smávegis covid-grín handa yfirvaldinu

Í morgun birti ég pistil um afskiptasemi yfirvalda af lífstíl landans og undarlegum tilmælum um að vera ekki að grínast með kórónuveiruna.

Ef allt væri með felldu hefði ég varið páskunum við Miðjarðarhafið. Ég vorkenni sjálfri mér ekkert að hafa misst af vorferðinni, heldur er ég þakklát fyrir að vera vestrænn dekurgrís og búa við þann lúxus að geta haldið mig heima, sjálfri mér og öðrum til verndar. En ég sé enga ástæðu til að leggjast í meinlætalifnað og hætta að grínast þótt heimurinn sé á heljarþröm. Heldur vil ég njóta þess sem hægt er að njóta í einangrun, þ.á.m. þess að elda góðan mat (ekki niðursoðnar fiskibollur og pakkamat), drekka kaffi og dálítið áfengi og skoða spaug og afþreyingarefni sem vekur bros eða hlátur.

Ég eyddi laugardagkvöldinu í að flissa yfir covid-spaugi og snúa nokkrum myndatextum á íslensku. Á meðan drakk ég einn, rammáfengan kaffikokteil og át eitt súkkulaðistykki, sneisafullt af stórhættulegri, mettaðri fitu og hræðilegum sykri. Auk þess fór ég seint að sofa og vaknaði þegar mér bara sýndist. Rétt er að taka fram að ég mæli ekki með slíku hóglífi fyrir alkóhólista, sykursjúka, þá sem eiga við verulegan svefnvanda að stríða eða þá sem eru of miklir hálfvitar til þess að sjá muninn á gríni og illgirni í garð sjúkra og syrgjenda.

Hér er afrakstur laugardagskvöldins – handa yfirvaldinu.

Og af því að nú eru páskar og það má líka gera grín að kristindómnum, þá verða þessar tvær að fá að fylgja með:

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago