Og auðvitað getur enginn svarað heiðarlega

Í gær birti ég pistil þar sem ég kallaði eftir umræðu um það hvar þeir sem telja réttmætt að hefta tjáningarfrelsi kennara sem aðhyllast bókstafstrú vilja draga mörkin. Ég sé ekki að það skili neinu að ræða dæmi sem þeir sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað eru almennt sammála um, svo sem að kennari megi ekki vera rasisti, boða barnaníð eða fylgja fyrirmælum Ágsborgarjátningarinnar um að fordæma múslimi. Ég nefndi hinsvegar nokkur dæmi um skoðanir sem stórir hópar telja alveg hræðilegar en sem ekki hefur náðst víðtæk samstaða um að séu nógu vondar til þess að einn hópur geti einokað umræðuna og kúgað þá sem eru annars sinnis.

Enginn hefur fengist til að ræða þessi dæmi. Þess í stað fullyrða þeir sem vilja banna rangar skoðanir að dæmin séu langsótt eða að þau séu útúrsnúningur án þess að nokkur geti útskýrt í hverju meintur útúrsnúningur felst.

Það er hentugt trix rökþrota manns að skjóta sér undan því að svara  þeim spurningum sem að honum er beint, heldur svara einhverju allt öðru eða halda því fram að málin snúist um annað en það sem við blasir. Í þessu tilviki halda sumir ritskoðunarsinnar því fram að málið snúist um það að Snorri hafi misnotað aðstöðu sína sem kennari en í uppsagnarbréfinu er ekkert á það minnst heldur er vísað til tiltekinnar bloggfærslu.

Þið sem álítið eðlilegt að banna Snorra í Betel að tjá forpokaðar hugmyndir sínar um samkynhneigð en teljið samt ekki réttlætanlegt að banna kennurum að tjá þær skoðanir sem ég nefndi í pistlinum; ef þið getið ekki útskýrt í hverju munurinn liggur, getur þá ekki verið að þið þurfið að endurskoða hugmyndir ykkar um réttmæti þess að banna rangar skoðanir? Gerið þið ykkur virkilega ekki grein fyrir því að næst gæti það orðið ykkar eigin trú, stjórnmálaskoðun eða jafnvel listsköpun,  sem ekki er talin boðleg?

[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago