Jæja þá virðist vera dottið úr tísku að segja reynslusögur af kynferðislegri áreitni og ofbeldi af hálfu gvuðsmanna, allavega í bili. Nú eru ellilífeyrisþegar að ‘stíga fram’ og segja frá fátækt sinni. Ég á samt von á því að hryllingssögur af burthlaupnum unglingstelpum fái meiri lestur og reynist endingarbetri í samfélagsumræðunni. Dóp og kynlíf koma nefnilega við sögu. Slík þykir safaríkt, svo það má búast við fleiri foreldrar verði hvattir til að ‘stíga fram’.

Hverskonar hóprunk ætli fjölmiðlar bjóði upp á næst?

-Fordóma gagnvart stelsjúkum? “Sonur minn er sjúklingur en ekki glæpamaður -engin úrræði í kerfinu.“
-Börn með touretteheilkenni krefjast bóta vegna eineltis í grunnskóla? “Kennarinn sagði að ljóti kallinn kæmi ef ég héldi áfram að kalla á hann.“
-Elliheimilishneyksli? “6 konur ásaka yfirhjúkrunarfræðing um að vanrækja upplýsingaskyldu um lyfjagjöf.“
-Fangar hóta málsókn vegna harðræðis? “Var neitað um sérfæði vegna trúarskoðana -varðstjórinn sagði að þetta væri sojasvín.“

Varla. Fjölmiðlar myndu fjalla um öll þessi mál, jájá. En það yrði ekki almennilegt hóprunk. Þótt hver á fætur öðrum ‘stígi fram og segi sögu sína’, þá nenna ekki nógu margir að runkast á því vikum og mánuðum saman. Ekki nema einhverjum sé riðið eða allavega að það liggi við að einhverjum sé riðið. Það er með ólíkindum hvað áhugi almennings á sora veraldar glæðist mikið ef kyn og klám kemur einhversstaðar við sögu. Og athyglisvert hvað mál sem er hægt að leysa (svo sem ránastarfsemi lífeyrissjóðanna) koðna fljótt niður um leið og fréttist að einhver hafi einhversstaðar riðið einhverjum.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago