Sé ennþá á bloggáttinni fyrirsögnina „Matthías týndur“. Ég veit ekki hvort þetta er algert dómgreindarleysi hjá blaðamanninum eða bara fullkomin smekkleysa. Kannski þetta eigi bara að vera fyndið?

Það er nefnilega annar Matthías sem er raunverulega týndur. Varla hægt að segja að almennileg leit hafi farið fram, litlum sögum farið af rannsókn málsins eða hvað hún hefur leitt í ljós og pilturinn óðum að gleymast. Sjálf opnaði ég tengil á þessa fyrirsögn í þeirri kjánalegu von að einhver blaðamaður hefði ennþá áhuga á málinu og hefði jafnvel einhverjar fréttir af því en sá í staðinn verulega ómerkilega frétt af því að fyrrum forstjóri svari ekki síma.

Stöku sinnum sér maður villandi fyrirsagnir sem augljóslega er ætlað að fá flettingar frá fólki sem ekki hefur áhuga á málinu. Ég man t.d. eftir fyrirsögninni „Bubbi rekinn“ en þar var ekki um að ræða Bubba Morteins heldur mann sem þótt hann gangi undir nafninu Bubbi meðal vina og fjölskyldu, er mun þekktari sem Sigurður G. Tómasson.

Ég beini því til blaðamanna sem vilja auka fjölda flettinga, að forðast að nota nöfn sem geta valdið misskilningi. Það má allt eins fjölga flettingum með fyrirsögn sem ýjar að annaðhvort trúmálum eða kynferðismálum. T.d. mætti koma orðunum „prestur káfar“ inn í sem flestar fyrirsagnir. Þannig mætti líka halda almenningi uppteknum og forðast að hann lesi eitthvað sem er raunverulega fréttnæmt.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago