Nú hefur einhver stofnað Facebooksíðu undir heitinu Mótmælum Framsókn á Íslandi.  Nafn hópsins, opnumyndin og prófílmyndin benda til þess að síðan sé stofnuð í hálfkæringi og ég sé alveg húmorinn í því.

En yfirskrift síðunnar, sem speglar áróðurinn sem rekinn er undir merkjum hópsins Mótmælum mosku á Íslandi  er því miður viðhorf sem allt of margir hafa í fullri alvöru:

Það er öryggismál, að ekki verði leyfð þjóðernishyggja á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sín hjá hægri öfgamönnum.

Þótt ég þykist nokkuð viss um að þetta sé ekki sannfæring þeirra sem stofnuðu hópinn, heldur skot á þjóðernissinna, þá skulum við samt athuga að á Norðurlöndunum er raunverulega verið að reyna að banna skoðanir sem bera lit af andúð á kynþáttum og trúflokkum. Og ekki nóg með það heldur líka „and-feminisma“ meðal annars skoðanir þeirra sem benda á að feminismi er einmitt sama eðlis og rasismi.

Með fullri virðingu fyrir þeim sem vilja standa vörð um réttindi minnihlutahópa, þá er skoðanakúgun eitt skýrasta merki fasisma og það er í meira lagi kaldhæðnislegt að berjast gegn rasisma með fasisma.

Vondar skoðanir verða ekki upprættar með skerðingu borgaralegra réttinda. Eina nothæfa aðferðin til þess að takast á við þjóðernishyggju er að afhjúpa hana. Draga hana upp á yfirboðið, benda á rökvillurnar og gagnafölsunina sem einkennir þann hræðsluáróður sem nazistar gera út á.  Og við skulum bara hafa það hugfast að ef við látum það viðgangast að tjáningarfrelsi og félagafrelsi sé skert, þá gæti það bitnað á samherjum okkar næst.

Reynum því að losna við Framsókn á Íslandi með því að mótmæla málflutningi Framsóknar á Íslandi en ekki með því að mótmæla rétti fólks til að stofna Framsóknarflokka. Með því höfða til skynsemi þeirra sem óttast áhrif útlendinga en ekki með því að banna hálfvitaskap og illsku. Með því að draga nazismann út úr greni sínu en ekki hrekja hann lengra undir yfirborðið. Það er nefnilega ekki hægt að breyta viðhorfum með því að banna þau.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago