Pistlar um samfélagsmál

Mótefnamæling að hefjast – ÍE hefur pantað búnað

Fram hefur komið í fréttum að skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtökum bendi til þess að um eða undir 0,5% landsmanna sé með virkt kórunusmit. Enn er verið að vinna úr gögnum og er frekari frétta von eftir helgi.

Með þeirri tækni sem hingað til hefur verið notuð er aðeins hægt að greina virkt smit en ekki mótefni. Ekki er því vitað hversu margir hafa þegar myndað ónæmi. Það eru því líkur á að einhverjir hafi verið settir í sóttkví sem engin smithætta stafar af og að fólk sé í smitvari (einangrun sjálfu sér til verndar) án þess að þurfa á því að halda.

Upplýsingar um það hversu hátt hlutfall landsmanna má ætla að hafi þegar myndað mótefni geta að sjálfsögðu haft veruleg áhrif á það hversu lengi samkomubann og aðrar aðgerðir til varnar gegn veirunni þurfa að standa. Vonir standa til þess að fljótlega fáist einhverjar upplýsingar sem hægt er að byggja á, því samkvæmt upplýsingum frá Kára Stefánssyni hefur Íslensk erfðagreining pantað búnað til þess að skima 30 til 40 þúsund manns fyrir mótefnum. Reiknað er með að skimun hefjist strax í næstu viku.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago