Meirihlutinn hefur ekki endilega rétt fyrir sér

Ég vil hafa lýðræði. Ekki af því að það sé fullkomið stjórnunarform, heldur af því að ég þekki ekkert skárra. Nema kannski menntað einveldi. Gallinn er bara sá að þeir sem vilja taka að sér að vera einvaldir hafa ekki siðferðilega hæfileika til þess, eins og best sést á Gvuði.

Fullkomið lýðræði ekki mögulegt nema þar sem allir eru sammála. Þessvegna ræður meirihlutinn. Gallinn er sá að meirihlutinn hefur ekki endilega rétt fyrir sér. Hinsvegar væri útilokað að láta minnihlutann ráða, því meirihlutinn tæki það ekki í mál og meirihlutinn er sterkari. Auk hefur minnihlutinn ekki endilega rétt fyrir sér.

Lýðræði býður minnihlutanum málfrelsi. Rétt til að segja skoðun sína og reyna að fá einhverja úr meirihlutanum á sitt band. Það er sanngjarnt, allavega ef við göngum út frá því að meirihlutanum geti skjátlast um það sem er rétt, gott og skynsamlegt.

Í hvert sinn sem brotabrot minnihlutans tekur sig saman um nýta lýðræðilegan rétt sinn til að mótmæla ákvörðunum meirihlutans, tekur hluti meirihlutans sig saman um að drulla yfir þá. Hófsamleg mótmæli eru sögð máttlaus, hláleg og tilgangslaus. Mótmæli sem einkennast af reiði, stóryrðum og virkum aðgerðum eru skilgreind sem frekja, hryðjuverkastarfsemi og tilraun til að valta yfir lýðræðislega ákvörðun meirihlutans. Rétt mótmælaaðferð -aðferð sem bæði skilar árangri og er meirihlutanum þekkileg, er ekki til, svo einfalt er það.

Meirihlutasamþykki réttlætir ekki þrælahald, dauðarefsingu eða pyntingar. Allt sem í dag er flokkað sem mannréttindi, hefur öðlast þann sess fyrir tilstilli minnihluta sem lét ekki segja sér að þegja. Ég nenni sjaldan að mótmæla meirihlutanum þegar ég er honum ósammála. Ég útiloka samt ekki þann möguleika að meirihlutinn taki ákvörðun sem er of sjúk og röng til að ég geti sætt mig við hana.

Meirihlutinn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og ef einhver ógnar lýðræðinu eru það þeir sem vilja þagga niður í þeim fáu sem minna okkur á það.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago