Sendinefnd AGS (les. fjárhaldsmenn ríkissjóðs) koma í dag til að fylgjast með því að ráðamenn okkar hafi rænu á að vinna vinnuna sína og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það er út af fyrir sig ágætt að þeir fá aðstoð við það en þar sem ‘ráðgjöf’ AGS til flestra þjóða sem hafa fengið neyðarlán, hefur falið í sér þvingun um að einkavæða ríkisfyrirtæki, koma á einokun bandarískra stórfyrirtækja og selja auðlindir (og þannig kippt grunninum undan sjálfstæði þessara ríkja) eru ekki allir jafn hrifnir af því að fá þessa ráðgjafa yfir okkur.

Til þess að standa undir greiðslum þarf að skera verulega mikið niður í opinberri þjónustu og sumir hafa áhyggjur af því að sá niðurskurður bitni illa á heilbrigðis-, félags-, og menntakerfinu. Hvernig ætla menn að fara að þessu? Verður geðdeild Landspítalans lokað? Verða húsaleigubætur afnumdar? Verður Þjóðleikhúsið lagt niður? Verða framlög til rannsóknastarfs Háskólans afnumin? Verður Háskólinn lagður niður? Krabbameinsmeðferð afnumin? Tryggingastofnun send í sumarfrí?

Ég hef haft verulegar áhyggjur af þessu, böggað Steingrím með tölvupósti og krafist svara um það hvar hnífum verði beitt en ekki fengið svör. Mér varð því óskaplega mikið létt þegar ég fann svarið við þessu á netsíðunni island.is:

‘Í raun er gert ráð fyrir að láta sjálfvirka sveiflujöfnun virka að fullu á næsta ári og við útreikning á bata samkvæmt langtímaaðhaldi í ríkisfjármálum er reiknað út frá hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði sem gefur því meiri slaka sem kreppan er dýpri.’

Þá vitum við það. Loksins getur maður sofið rólega.

Aðgerð kl 12. Hittumst við Seðlabankann.
Og í kvöld, kl 20, standa anarkistar fyrir kynningu á AGS á kaffi Hljómalind. Auðunn Kristbjörnsson mun segja frá framgöngu AGS í þróunarlöndunum og afleiðingum af viðskiptum við hann og svo verða opnar umræður. Frjáls framlög til að greiða fyrir afnot af húsnæðinu og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago