Kenningagrundvöllur Þjóðkirkjunnar

Þegar börn fermast, fara þau með ákveðna trúarjátningu. Með henni lýsa þau trú á margskonar þvælu sem afskaplega fáir trúa í raun, t.d. meyfæðinguna. Einnig viðurkenningu á heilagleik kirkjunnar, semsagt því að ekki skuli efast um kenningargrundvöll hennar og túlkun yfirmanna hennar á Biblíunni. Reyndar má vel draga í efa að 14 ára börn hafi forsendur til þess að skilja hvað felst í því að lýsa yfir trú á heilagleik stofnunar en ekki er síður gagnrýnivert að þau eru látin lýsa þessu yfir þótt þau hafi sáralitla þekkingu á kenningagrundvelli hennar og hafi ekki einu sinni lesið Ágsborgarjátninguna frá 1530, sem var þó ætlað að rökstyðja það sem á þeim tíma taldist frjálslyndi.

Börnum er þannig ekki kynnt sú afstaða kirkjunnar að hún fordæmi:
– muslimi,
– þá sem ekki játa að maðurinn sé fæddur syndugur,
– endurskírendur (t.d. Amishfólkið) og aðra þá sem hafna því að barnsskírnin sé nauðsynleg til að manneskjan verði hólpin (m.ö.o. þá sem trúa því ekki að börn fari til Helvítis ef þau deyja óskírð)
– þá sem trúa því að menn geti öðlast guðdómlega opinberun eftir öðrum leiðum en í gegnum uppfræðslu kirkjunnar og sakramenti hennar
– þá sem trúa ekki á eilífa vist í Helvíti
– og lýsa vanþóknun á þeim sem líta á alatissakramentið eingöngu sem tákræna athöfn og hafna því að það komi fólki raunverulega í snertingu við blóð og líkama Krists.

Fermingarbörnum er heldur ekki kynnt sú afstaða:
– að þrátt fyrir að mönnum sé skylt að hegða sér vel, hafi góð verk engin áhrif á velþóknun Gvuðs, heldur hljóti menn náð fyrir það eitt að trúa.
– að vondum mönnum sé heimilt að úthluta sakramentum (sem merkir að barnaníðingar  og morðingjar mega starfa sem prestar)
– að þótt með skriftum innan lúthersku kirkjunnar sé ekki átt við tíundun á öllum yfirsjónum eins og Kaþólsku kirkjunni, sé prestum samt sem áður skylt að ganga úr skugga um að sóknarbörn megi ekki taka þátt í altarisgöngu nema hafa áður gengið til skrifta.

Hægt væri að tína til margt fleira úr kenningagrundvelli Þjóðkirkjunnar, sem er algerlega úr takti við tíðarandann og sem meirihluti skráðra meðlima Þjóðkirkjunnar er algerlega ómeðvitaður um.

Hversvegna í ósköpunum er Þjóðkirkjan ekki löngu búin að hafna formlega nær 500 ára gömlu samkomulagi sem er algerlega úr takti við hugmyndir langflestra Íslendinga um miskunnsemi, kærleika og ýmsa aðra eiginleika sem guðdómnum eru eignaðir?

Væri ekki bara eðlilegast að Þjóðkirkjan lýsti yfir fráhvarfi sínu frá evangelisk-lútherskri Biblíutúlkun og semdi nýja stefnu sem samræmist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og almennum siðferðishugmyndum?

Í alvöru talað, enginn heilvita maður trúir því að Biblían komi frá Gvuði, ekki heldur þeir sem trúa á persónulegan gvuð. Langflestir Íslendingar trúa heldur ekki á persónulegan gvuð, heldur hafa flestir trúaðir Íslendingar einhverja óljósa hugmynd um yfirskilvitlegt afl sem hafi frekar lítinn áhuga á kynlífi fólks og beiti refsingum í hinu mesta hófi. Best gæti ég trúað því að fleiri hefðu áhuga á að sækja kirkju ef sá skilningur væri yfirlýst stefna kirkjunnar.

Hér má lesa um kenningagrundvöll Þjóðkirkjunnar en þar er m.a. Ágsborgarjátningin talin.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago